Hornaflokkur Kópavogs (1974-93)

Hornaflokkur Kópavogs starfaði um tveggja áratuga skeið undir stjórn Björns Guðjónssonar, sveitin lék líklega á nokkur hundruð tónleikum og öðrum samkomum hér á landi og erlendis auk þess að koma við sögu á plötum. Björn Guðjónsson hafði stjórnað Skólahljómsveit Kópavogs frá stofnun hennar 1966 en hún var skipuð börnum og unglingum á grunnskólaaldri, þegar meðlimir…

Big band Kópavogs (1978-91)

Big band Kópavogs starfaði í nokkur ár og voru liðsmenn sveitarinnar líkast til fyrrverandi og þáverandi meðlimir Skólahljómsveitar Kópavogs og Hornaflokks Kópavogs. Sveitin gekk undir ýmsum öðrum nöfnum, s,s, Stórsveit Hornaflokks Kópavogs, Stórsveit Kópavogs og Djassband Kópavogs. Það var saxófónleikarinn Gunnar Ormslev sem stofnaði sveitina 1978 og var fyrsti stjórnandi hennar, og starfaði hún til…