Hljómsveit Birgis Arasonar (1987-90 / 2009-17)

Eyfirðingurinn Birgir Arason hefur tvívegis starfrækt hljómsveitir í eigin nafni á Akureyri og nágrenni en hann hefur jafnframt starfað með fjölmörgum öðrum sveitum á svæðinu. Hljómsveit Birgis Arasonar (hin fyrri) var stofnuð sumarið 1987 og starfaði hún um þriggja ára skeið eða þar til Bandamenn voru stofnaðir upp úr henni árið 1990. Meðlimir hljómsveitar Birgis…

Félagar (1994-2005)

Akureyska hljómsveitin Félagar tók til starfa haustið 1994 undir því nafni en sveitin hafði áður gengið undir nafninu Dansfélagar. Meðlimir voru þeir Birgir Arason [?], Jón Berg [?], Brynleifur Hallsson gítarleikari [?] og Grímur Sigurðsson bassaleikari en þegar sá síðast taldi kom inn í sveitina tóku þeir upp nýja nafnið. Félagar léku á dansleikjum nyrðra,…

X-tríóið (1986-92)

X-tríóið (X-tríó) starfaði í Eyjafirðinum um nokkurra ára skeið á síðari hluta síðustu aldar, flutti blöndu af frumsömdu og blönduðu efni í anda Ríó tríósins og annarra álíka sveita, og lagði áherslu á léttleika á skemmtunum sínum. Tríóið af stofnað haustið 1986 og voru meðlimir þess í upphafi Gunnar Þórisson bassaleikari, Sigurður Þórisson gítar- og…

Bandamenn [1] (1990-91)

Ballhljómsveit starfaði á Akureyri 1990-91 undir nafninu Bandamenn og lagði áherslu á árshátíðir, þorrablót og þess konar mannamót. Meðlimir sveitarinnar voru Birgir Arason söngvari og bassaleikari, Haukur Pálmason trommuleikari, Hlynur Guðmundsson söngvari og gítarleikari og Pálmi Stefánsson hljómborðs- og harmonikkuleikari. Sveitin lék alhliða danstónlist og gat skipt yfir í gömlu dansana ef því var að…