
Félagar
Akureyska hljómsveitin Félagar tók til starfa haustið 1994 undir því nafni en sveitin hafði áður gengið undir nafninu Dansfélagar. Meðlimir voru þeir Birgir Arason [?], Jón Berg [?], Brynleifur Hallsson gítarleikari [?] og Grímur Sigurðsson bassaleikari en þegar sá síðast taldi kom inn í sveitina tóku þeir upp nýja nafnið.
Félagar léku á dansleikjum nyrðra, bæði á dansstöðum Akureyrar sem og á þorrablótum og öðrum dansleikjum á svæðinu, og starfaði sveitin að minnsta kosti fram yfir mitt ár 1996.
Árið 2002 virðist sem sveitin hafi poppað upp aftur en ekki liggja fyrir upplýsingar um manna- og hljóðfæraskipan hennar þá.