Gitte Pyskov (1944-2006)
Litlar upplýsingar er að finna um danska sýlófónleikarann og undrabarnið Gitte Pyskov (fædd Birgitte Pyskow) sem kom til Íslands haustið 1953 og skemmti hér við miklar vinsældir á kabarettsýningum sem Sjómannadagsráð stóð fyrir, auk annarra skemmtana við undirleik KK sextetts og Hljómsveitar Carls Billich. Gitte var fædd 1944 en eitthvað var aldur hennar á reiki…
