Bossanova (1990-97)
Bossanova (einnig nefnd Bossanova-bandið) var hljómsveit skipuð ungum tónlistarmönnum af Seltjarnarnesi og vakti verðskuldaða athygli er hún starfaði á síðasta áratug 20. aldarinnar. Bossanova var stofnuð um áramótin 1990-91 innan Tónlistarskólans á Seltjarnarnesi og var skipuð meðlimum sem þá voru á aldrinum átta til tólf ára gamlir. Sveitin vakti fljótlega mikla athygli utan skólans og…
