Sigurður Ágústsson frá Birtingaholti (1907-91)

Tónlistarfrömuðurinn Sigurður Ágústsson frá Birtingarholti sinnti tónlist með einum eða öðrum hætti alla sína ævi, hann stjórnaði kórum, var organisti, kennari og skólastjóri, tónskáld og textaskáld samhliða bú- og félagsstörfum í sveitinni sinni. Sigurður Ágústsson var fæddur vorið 1907 í Birtingaholti í Hrunamannahreppi í Árnessýslu, hann var yngstur níu systkina og sýndi ungur tónlistarhæfileika á…