Afmælisbörn 25. mars 2019

Fimm afmælisbörn koma við sögu í dag: Garðar Olgeirsson harmonikkuleikarinn góðkunni er sjötíu og fimm ára. Fjórar plötur hafa komið út með honum þar sem hann leikur listir sínar á nikkuna og er þekktast laga hans Meira fjör á samnefndri plötu frá 1978. Hann hefur einnig leikið á plötum í félagi við aðra harmonikkuleikara. Bjarki…

Blindhæð (1975)

Hljómsveit sem kallaðist Blindhæð starfaði í tvo eða þrjá mánuði á Akureyri vor og sumar 1975 og lék það sem kallað var soft rokk. Meðlimir sveitarinnar voru Bjarki Tryggvason söngvari og bassaleikari, Árni Friðriksson trommuleikari, Eiríkur Jóhannsson gítarleikari og Gunnar Ringsted gítarleikari.

Bjarki Tryggvason (1947-)

Bjarki Tryggvason verður eflaust þekktastur fyrir söng sinn og þá sérstaklega í lögunum Í sól og sumaryl og Glókolli, en hann lék einnig á bassa og gítar auk þess að semja lög. Bjarki Sigurjón Tryggvason er fæddur á Akureyri 1947 og hefur mest alla tíð verið viðloðandi og kenndur við höfuðstað Norðurlands. Hann hneigðist mjög…