Hornaflokkur Þingeyrar (1910-13)

Hornaflokkur var starfræktur á Þingeyri um þriggja ára skeið að minnsta kosti, á árunum 1910 til 13. Flokkurinn mun hafa verið stofnaður 1910 en stærsta verkefni hans var að leika á hátíðarhöldum í tengslum við aldar afmæli sjálfstæðishetjunnar Jóns Sigurðssonar sumar 1911 en þá var reistur minnisvarði um hann á Rafnseyri (Hrafnseyri) við Arnarfjörð þar…

Söngfélagið Freyja [2] (1922-25)

Söngfélag sem starfaði undir nafninu Freyja var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu á framanverðum þriðja áratug síðustu aldar. Um var að ræða kór um þrjátíu kvenna í framsóknarflokknum sem söng undir stjórn Bjarna Péturssonar á fjölda skemmtana innan flokksins og utan árið 1922 og framan af árinu 1923 áður en hann hvarf af sjónarsviðinu. Kórinn sem ýmist…

Karlakórinn Svanur [1] (1906-23)

Hér verður eftir fremsta megni reynt að púsla saman sögu Karlakórsins Svans á Þingeyri sem ýmist var kallaður Söngfélag Þingeyringa, Söngfélagið Svanur eða Karlakórinn Svanur en saga hans spannar nokkra áratugi á fyrri hluta 20. aldarinnar. Upphaf þessarar sögu má rekja til 1906 eða 08 og gekk kórinn fyrstu árin undir nafninu Söngfélagið Svanur, Bjarni…