Hljómsveit Hauks Þorvaldssonar (1980-)

Hljómsveit Hauks Þorvaldssonar hefur starfað um árabil og er sjálfsagt ein lífseigasta virka hljómsveit landsins. Sveitin á rætur sínar að rekja til Hafnar í Hornafirði og líklega allt aftur til 1980 eða fyrr. Sagan segir reyndar að Haukur hafi starfrækt aðra sveit undir eigin nafni á æskustöðvum sínum á Eskifirði ásamt Ellert Borgari Þorvaldssyni og…

Mamma skilur allt (1991)

Hljómsveitin Mamma skilur allt var frá Höfn í Hornafirði. Sveitin átti lag á safnplötunni Húsið sem kom út árið 1991 en þá var hún skipuð þeim Aðalheiði Haraldsdóttur söngkonu, Bjarti Loga Finnssyni söngvara, Friðriki Þór Ingvaldssyni gítarleikara, Heiðari Sigurðssyni hljómborðsleikara, Birni Viðarssyni söngvara og saxófónleikara, Birni Guðjóni Sigurðssyni bassaleikara og Ólafi Karli Karlssyni trommuleikara. Ekki…