Skólahljómsveitir Tónlistarskólans í Keflavík (1957-99)

Fjöldi hljómsveita af ýmsum stærðum og gerðum störfuðu innan Tónlistarskólans í Keflavík meðan hann var og hét, skólinn er ýmist sagður hafa verið stofnaður 1956 eða 57 og starfaði hann til ársins 1999 þegar hann var sameinaður Tónlistarskóla Njarðvíkur undir nafninu Tónlistarskóli Reykjanesbæjar. Ekki er alveg ljóst hvenær fyrst var starfrækt eiginleg hljómsveit innan Tónlistarskólans…

Bjórbandið [1] (1989)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit að nafni Bjórbandið sem starfaði í Keflavík árið 1989. Hugsanlega var sveitin eins konar angi af Lúðrasveit Keflavíkur eða Lúðrasveit Tónlistarskólans í Keflavík.

Bjórbandið [2] (1992-93)

Hljómsveitin Bjórbandið var ekki starfandi sveit en var sett saman fyrir bjórkvöld körfuknattleiksdeildar Harðar á Patreksfirði haustið 1992. Meðlimir Bjórbandsins voru Aðalsteinn Júlíusson söngvari, Finnur Björnsson hljómborðsleikari Nuno Miguel Carillha trommuleikari og söngvari, Símon [?] gítar- og bassaleikari, Sævar Árnason gítar- og bassaleikari og Þórarinn Hannesson söngvari. Réttu ári síðar var leikurinn endurtekinn en meðlimaskipan…