Blóm afþökkuð (1967-68)

Bítlasveitin Blóm afþökkuð starfaði innan Menntaskólans á Laugarvatni vorið 1967 og síðan veturinn 1967-68. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Björn Bergsson söngvari og gítarleikari, Bjarni Fr. Karlsson trommuleikari, Guðmundur Svavarsson bassaleikari og Sverrir Kristinsson söngvari og gítarleikari. Þá gætu Þorvaldur Örn Árnason bassaleikari og Einar Örn Stefánsson trommuleikari einnig hafa komið við sögu hennar.

Rondó (1981-82)

Rondó var hljómsveit sem starfaði í Vestmannaeyjum snemma á níunda áratug liðinnar aldar. Svo virðist sem hún sé fjarskyld öðrum Rondó hljómsveitum tengdum Eyjunum en meðlimir hennar voru Einar Guðnason trommuleikari, Ólafur Jónsson saxófónleikari [?], Björn Bergsson gítarleikari og söngvari, Sigurður Óskarsson orgelleikari og Huginn Sveinbjarnarson [?], sá síðastnefndi hafði leikið á klarinettu með Rondó…