Blúsvíkingarnir (2009-10)

Blúsvíkingarnir störfuðu árið 2009 og 10 á Höfn í Hornafirði og var hugsanlega sett sérstaklega saman fyrir blúshátíð sem haldin var á Höfn. Meðlimir sveitarinnar voru Sæmundur Harðarson gítarleikari, Óskar Guðnason gítarleikari, Baggi Meysa [?] [trommuleikari?], Björn Gylfason bassaleikari og Björn Viðarsson [saxófónleikari?]. Hulda Rós Sigurðardóttir söng með sveitinni á hátíðinni 2009.

Ítrekun (1991-92)

Hljómsveitin Ítrekun starfaði á Höfn í Hornafirði um skeið upp úr 1990. Sveitin var stofnuð upp úr hljómsveitinni Mamma skilur allt 1991 og starfaði a.m.k. í eitt ár, sveitin lék m.a. um verslunarmannahelgina 1991 í Atlavík. Meðlimir Ítrekunar voru Ólafur Karl Karlsson trommuleikari, Björn Gylfason bassaleikari, Jónas Ingi Ólafsson gítarleikari, Heiðar Sigurðsson hljómborðsleikari, Björn Viðarsson…