Decadent podunk (2000)

Austfirska hljómsveitin Decadent Podunk keppti í Músíktilraunum árið 2000 og komst þar í úrslit en sveitin spilaði þungt rokk. Meðlimir hennar voru Björn Ingi Vilhjálmsson gítarleikari og söngvari, Birkir Skúlason gítarleikari, Magni Þór Harðarson söngvari, Örn Ingi Ásgeirsson trommuleikari og Vignir Örn Ragnarsson bassaleikari.

Einelti (2000)

Einelti hét hljómsveit úr Reykjavík, hún keppti í Músíktilraunum Hins hússins árið 2000. Bjarni Tryggvason gítarleikari, Þorsteinn Einarsson bassaleikari, Rolf Hákon Árnason trommuleikari og Björn Ingi Vilhjálmsson söngvari skipuðu sveitina sem komst ekki í úrslit tilraunanna.