Bláklukkur [1] (1947-49)

Sönghópurinn Bláklukkur öðluðust örlitla frægð þegar þær voru hluti af kabarettsýningum Bláu stjörnunnar sem nutu mikilla vinsælda í kringum 1950. Bláklukkurnar munu upphaflega hafa verið fimm þegar þeim var hleypt af stokkunum í upphafi en það mun hafa verið á skemmtun í Verzlunarskóla Íslands þar sem þær stöllur voru við nám, líklega 1947 fremur en…

Bláklukkur [2] (1978)

Hljómsveitin Bláklukkur (einnig nefnd Bítlahljómsveitin Bláklukkur) var angi af líflegu og öflugu starfi Íslendinga í Kaupmannahöfn á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar. Sveitin var nátengd hinum goðsagnarkenndu Kamarorghestum en meðlimir sveitarinnar voru Benóný Ægisson, Björgúlfur Egilsson, Ólafur Sigurðsson, Sigrún Einarsdóttir, Sigurður Einarsson og Stefán Ásgrímsson. Eflaust komu fleiri við sögu sveitarinnar.