Bláklukkur [1] (1947-49)

Bláklukkur

Sönghópurinn Bláklukkur öðluðust örlitla frægð þegar þær voru hluti af kabarettsýningum Bláu stjörnunnar sem nutu mikilla vinsælda í kringum 1950.

Bláklukkurnar munu upphaflega hafa verið fimm þegar þeim var hleypt af stokkunum í upphafi en það mun hafa verið á skemmtun í Verzlunarskóla Íslands þar sem þær stöllur voru við nám, líklega 1947 fremur en 46. Tvær þeirra gengu fljótlega úr skaptinu en þrjár hinar síðustu, Björg Benediktsdóttir, Hulda Emilsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir héldu áfram að skemmta utan skólans og urðu síðan hluti af sýningu Bláu stjörnunnar sem fyrr er getið. Hulda lék undir söngnum á gítar. Ekki er vitað um nöfn þeirra tveggja sem hættu.

Engar heimildir er að finna um hversu lengi þær störfuðu.