Sigríður G. Schiöth (1914-2008)

Líklega eru fáar konur sem hafa haft jafn víðtæk áhrif á tónlistarstarf á norðanverðu landinu og Sigríður G. Schiöth en hún stofnaði og stjórnaði ótal kórnum, sinnti organistastörfum, kenndi tónlist, söng sem einsöngvari (sópran) og í kórum, samdi bæði lög og texta, og sinnti margs konar tónlistartengdum verkefnum um ævi sína. Afrakstur kórstjórnunar hennar, söng…

Sigríður Guðmundsdóttir (1931-)

Upplýsingar um Sigríði Guðmundsdóttur söngkonu er af skornum skammti en hún kom fram með fjölmörgum hljómsveitum og söng í kabarettsýningum á fimmta og sjötta áratugnum og fram á þann sjöunda. Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir (f. 1931) kom fyrst fram á sjónarsviðið um 1947 þegar hún var ásamt fleirum í sönghóp sem kallaðist Bláklukkur, í þeim hópi…

Bláklukkur [1] (1947-49)

Sönghópurinn Bláklukkur öðluðust örlitla frægð þegar þær voru hluti af kabarettsýningum Bláu stjörnunnar sem nutu mikilla vinsælda í kringum 1950. Bláklukkurnar munu upphaflega hafa verið fimm þegar þeim var hleypt af stokkunum í upphafi en það mun hafa verið á skemmtun í Verzlunarskóla Íslands þar sem þær stöllur voru við nám, líklega 1947 fremur en…

Tónalísur (1962)

Tónalísur var söngtríó sem söng með Alfreð Clausen inn á eina plötu árið 1962 (endurútgefin og aukin efni tveim árum síðar). Þetta voru söngkonurnar Svala Nielsen, Ingibjörg Þorbergs og Sigríður Guðmundsdóttir en þær munu að öllum líkindum aldrei hafa komið fram undir þessu nafni.

G.R. Kvartettinn (1959-60)

Litlar sem engar upplýsingar er að finna um G.R. kvartettinn en hann starfaði veturinn 1959-60. Ekki er því ljóst við hvern skammstöfunin á. Þann stutta tíma er sveitin starfaði voru tvær söngkonur sem komu fram með henni, Hulda Emilsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir en þær voru lausráðnar eins og títt var með söngvara á þessum árum.