Hártopparnir (1986-87)

Hljómsveit sem bar nafnið Hártopparnir var skólahljómsveit Grunnskólans á Blönduósi veturinn 1986-87 og lék um vorið undir söng keppenda í söngvakeppninni Blönduvision en sú keppni hefur verið hefð í þorpinu í áratugi. Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan Hártoppanna, starfstíma sveitarinnar og annað sem heima ætti í þessari umfjöllun.

Blönduvision [tónlistarviðburður] (1985-)

Hin árlega söngvakeppni Grunnskólans á Blönduósi, Blönduvision hefur fyrir löngu unnið sér fastan sess í skólastarfi bæjarins en hún er haldin snemma á vorin í tengslum við árshátíð skólans. Ekki er alveg ljóst hvenær Blönduvision var fyrst haldin, heimildir um hana finnast frá árinu 1985 en saga keppninnar gæti verið fáeinum árum lengri. Fyrirkomulagið hefur…