Blúsbræður [5] (1997)

Hljómsveitin Blúsbræður starfaði í Keflavík árið 1997, hér er giskað á að sveitin sé ekki sama sveit og starfað hafði í bænum sjö árum áður. Blúsbræður kepptu í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík árið 1997 og átti þ.a.l. lag á safnplötunni Rokkstokk 97, sem gefin var út í kjölfar keppninnar. Engar upplýsingar finnast hins vegar um…

Blúsbræður [6] (1999)

Árið 1999 starfaði hljómsveit sem bar nafnið Blúsbræður, líklega á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir hennar voru Matthías Stefánsson gítarleikari, Ingvi R. Ingvason trommuleikari og söngvari, Árni Björnsson bassaleikari, Tómas Malmberg söngvari, Gunnar Eiríksson munnhörpuleikari og söngvari, Jóhann Ólafur Ingvason hljómborðsleikari, Ólafur Jónsson saxófónleikari og Snorri Sigurðarson trompetleikari. Af hljóðfæraskipaninni að dæma má ætla að sveitin hafi sérhæft…

Blúsbræður [1] (1986)

Hljómsveit sem bar nafnið Blúsbræður var starfrækt árið 1986 en engar frekari heimildir er að finna um sveitina, líftíma hennar eða meðlimi og er því óskað eftir upplýsingum þ.a.l.

Blúsbræður [2] (1987-88)

Blúsbræður var hljómsveit sem sett var saman að frumkvæði Þorsteins J. Vilhjálmssonar útvarpsmanns sem kallaði saman nokkra unga tónlistarmenn til að leika tónlistina úr kvikmyndinni Blues brothers á skemmtistaðnum Evrópu við Borgartún haustið 1987. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Jón Ólafsson hljómborðsleikari sem var titlaður hljómsveitarstjóri, Guðmundur Jónsson gítarleikari, Birgir Bragason bassaleikari, Pétur Grétarsson trommuleikari, Hörður…

Blúsbræður [3] (1990)

Árið 1990 starfaði hljómsveit í Keflavík undir nafninu Blúsbræður. Engar upplýsingar finnast meðlimi hennar eða hvort um sömu sveit sé að ræða og keppti í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík árið 1997.

Blúsbræður [4] (1996)

Upplýsingar óskast um djasssveitina Blúsbræður sem lék á afmælishátíð Þórshafnar sumarið 1996, hvar sveitin starfaði, hversu lengi og hverjir skipuðu hana.