Þjóðleikhúskórinn (1953-95)

Þjóðleikhúskórinn var starfandi við Þjóðleikhúsið í áratugi og kom við sögu á hundruðum sýninga og tónleika meðan hann starfaði. Það mun hafa verið Guðlaugur Rósinkranz þáverandi Þjóðleikhússtjóri sem stakk upp á því að kórinn yrði stofnaður árið 1953 en Þjóðleikhúsið hafði verið sett á laggirnar þremur árum fyrr. Dr. Victor Urbancic hljómsveitarstjóri leikhússins stofnaði hins…