Hljómsveitakeppnin í Húnaveri [tónlistarviðburður] (1989-91)

Löng hefð var fyrir skemmtanahaldi norður í Húnaveri í Austur-Húnavatnssýslu um verslunarmannahelgi en þar hafði þó ekki verið haldin útihátíð um árabil þegar Stuðmenn blésu til einnar slíkrar sumarið 1989, sveitin hafði þá komið að slíkum hátíðum í Atlavík og Húsafelli og stjórnað þar hljómsveitakeppnum, og slík keppni var einnig meðal dagskrárliða á hátíðinni sem…

Bootlegs (1986-91 / 1998-)

Hljómsveitin Bootlegs getur að nokkru leyti talið til þeirra sveita sem vakti íslenskt rokk af nokkurra ára svefni á síðari hluta níunda áratugarins, hún er um leið ein af þeim langlífustu í þungu rokki og er enn starfandi. Rétt er að nefna áður en lengra er haldið að þegar Bootlegs var stofnuð (snemma vors 1986)…

Jerkomaniacs (1999)

Einu upplýsingar sem liggja fyrir um hljómsveitina Jerkomaniacs er að hún spilaði pönk og var starfandi vorið 1999. Meðlimir sveitarinnar komu út hljómsveitunum Bootlegs og Stunu, og voru líklega þeir Álfur Mánason, Númi Björnsson og Sigurjón Baldvinsson (og e.t.v. fleiri). Sveitin starfaði í stuttan tíma.