Hankar (1996-97)

Technopönksveitin Hankar var samstarfsverkefni hafnfirsku hljómsveitanna Botnleðju og Súrefnis veturinn 1996-97 en sveitin var sett saman í tengslum við tónleikaferð um landið sem Kristinn Sæmundsson (Kiddi í Hljómalind) hélt utan um og skipulagði. Þetta samstarf leiddi til þess að tvö lög voru hljóðrituð (Aðeins eina nótt með þér / Ávallt einn) undir Hanka-nafninu og stóð…

Botnleðja (1994-)

Botnleðja er vafalaust með merkustu rokksveitum íslenskrar tónlistarsögu, sveitinni skaut hratt á stjörnuhimininn þegar hún sigraði Músíktilraunir og á eftir fylgdu draumar um meik í útlöndum og nokkrar plötur sem hlutu frábæra dóma og viðurkenningar. Haraldur Freyr Gíslason trommuleikari, Heiðar Örn Kristjánsson söngvari og gítarleikari og Ragnar Páll Steinsson bassaleikari, stofnuðu sveitina síðla árs 1994…

Blend (1990)

Unglingahljómsveitin Blend starfaði í Hafnarfirði í kringum 1990 og var einn af fyrirrennurum hljómsveitarinnar Botnleðju. Meðlimir hennar voru Haraldur F. Gíslason trommuleikari, Heiðar Örn Kristjánsson gítarleikari, Ragnar Páll Steinsson bassaleikari og Unnar [Bjarnason?] sem gæti hafa leikið á hljómborð. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.