Hilmar J. Hauksson (1950-2007)

Tónlistarmaðurinn Hilmar J. Hauksson kom víða við í tónlist á sínum æviferli en hann lést langt fyrir aldur fram. Hilmar Jón Hauksson var fæddur í Reykjavík snemma árs 1950, hann hóf snemma að iðka tónlist en var líklega að mestu eða öllu leyti sjálfmenntaður í þeim fræðum. Hilmar var í nokkrum hljómsveitum á menntaskólaárum sínum…

B.R.A. (1991-93)

Hljómsveitin B.R.A. (einnig ritað BRA) kom frá Húsavík, var skipuð ungum meðlimum og spilaði pönk líkt og margar aðrar sveitir á Húsavík um og eftir 1990. Meðlimir þessarar sveitar voru Ólafur Þórarinsson söngvari, Jóhann Jóhannsson gítarleikari, Valdimar Óskarsson bassaleikari og Hlynur Þór Birgisson trommuleikari. Sveitin var skráð til leiks líklega bæði 1992 og 93 en…