Bræðrabandalagið [1] (1988)

Hljómsveitin Bræðrabandalagið (einnig nefnt Bræðralagsbandið) var í raun Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar en hún hlaut þetta nafn tímabundið 1988 þegar sveitin flutti lag Magnúsar, Sólarsömbu í undankeppni Eurovision söngvakeppninnar. Sólarsamba naut reyndar töluverðra vinsælda og gerir enn, og hefur komið út á fjölda safnplatna í gegnum árin. Meðlimir sveitarinnar voru auk Magnúsar sem lék á hljómborð,…

Bræðrabandalagið [2] (2000-03)

Bræðurnir Þorlákur Ægir og Bjarni Freyr Ágústssynir skipuðu dúettinn Bræðrabandalagið og komu fram undir því nafni um og eftir síðustu aldamót, allavega á árunum 2000 til 2003. Dúettinn var starfræktur fyrir austan, annað hvort á Egilsstöðum eða Norðfirði en upplýsingar þ.a.l. væru vel þegnar.