Brak og brestir [1] (1954-55)

Við Húsmæðraskólann á Laugarvatni mun hafa starfað hljómsveit eða sönghópur undir nafninu Brak og brestir, meðal nemenda þar veturinn 1954 til 55. Upplýsingar um þennan hóp eru afar takmarkaðar, þó er vitað að Valborg Soffía Böðvarsdóttir og Erna Jónsdóttir voru í honum en hvert hlutverk þeirra í Braki og brestum var, er óvíst. Einnig vantar…

Brak og brestir [2] (1993-)

Brak og brestir er einhvers konar lúðrasveit sem starfað hefur í Mosfellsdalnum að minnsta kosti síðan 1993 undir stjórn Þorkels Jóelssonar. Sveitin spilar reglulega á skemmtunum í heimabyggð sinni s.s. þorrablótum og við hátíðleg tilefni en stærð hennar og skipan mun vera all breytileg.