Sönglagakeppni eldri borgara [tónlistarviðburður] (1999)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um viðburð sem haldin var á veitinga- og skemmtistaðnum Broadway á Hótel Íslandi haustið 1999 undir yfirskriftinni Sönglagakeppni eldri borgara. Svo virðist sem þess keppni hafi á einhvern hátt verið tengd Ríkisútvarpinu en í auglýsingum fyrir viðburðinn er jafnframt nefnt að KK sextett og Ragnar Bjarnason leiki.

Sönglagakeppni Reykjavíkurborgar [tónlistarviðburður] (1986)

Þegar haldið var upp á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar sumarið 1986 var blásið til margvíslegra hátíðahalda og m.a. var haldin sönglagakeppni af því tilefni, keppni sem reyndar fór ekki mikið fyrir enda var ýmislegt annað tónlistartengt s.s. tónleikahald á Arnarhóli sem hlaut meiri athygli. Í keppnina sem bar heitið Með þínu lagi en var yfirleitt…

The BEES (1987-88)

The BEES var söngkvartett sem settur var saman fyrir söngsýninguna Allt vitlaust sem sett var á svið í febrúar 1987 á Broadway. Meginþemað í tónlistinni var rokk frá árunum 1955-62 en tugir tónlistarmanna og dansara tóku þátt í sýningunni. Söngvararnir fjórir voru þau Björgvin Halldórsson, Eiríkur Hauksson, Eyjólfur Kristjánsson og Sigríður Beinteinsdóttir og mynduðu upphafsstafir…