Speedwell blue (1995)

Pöbbasveitin Speedwell blue starfaði í nokkra mánuði árið 1995 og lék mjög víða um land á þeim tíma. Sveitin var stofnuð vorið 1995 af Englendingnum Eric Lewis söngvara og gítarleikara sem hér var staddur og fékk hann til liðs við sig Brynjar Brynjólfsson bassaleikara og Hafþór Guðmundsson trommuleikara sem léku með honum fyrst um sinn.…

Raybees (1996-97)

Rokkhljómsveitin Raybees kvað sér hljóðs 1996, boðaði frumsamið efni en hvarf í ársbyrjun 1997. Snorri Snorrason söngvari, Örvar Omri Ólafsson gítarleikari, Jón Árnason gítarleikari, Brynjar Brynjólfsson bassaleikari og Óskar Ingi Gíslason trommuleikari skipuðu Raybees.