Helgi og hljóðfæraleikararnir (1987-)

Eyfirska pönksveitin Helgi og hljóðfæraleikararnir eiga sér langa og merkilega sögu, og útgáfusögu reyndar einnig. Margt er á huldu um sögu þessarar neðanjarðarsveitar því heimildir um hana liggja á víð og dreif um lendur alnetsins og því erfitt að pússla saman einhvers konar heildarmynd af henni og einkum þegar kemur að mannskap sem komið hefur…

Hreinir sveinar (1990)

Hljómsveitin Hreinir sveinar frá Akureyri og nágrenni keppti í Músíktilraunum 1990 en komst ekki í úrslit þar. Meðlimir sveitarinnar voru þar Jón Aðalsteinn Björnsson söngvari og bassaleikari, Hjörleifur Árnason trommuleikari, Brynjólfur Brynjólfsson gítarleikari og Atli Már Rúnarsson söngvari og gítarleikari.