Selma Kaldalóns (1919-84)

Selma Kaldalóns er kannski ekki á allra vitorði eins og faðir hennar, Sigvaldi Kaldalóns en hún var mikilvirt tónskáld sem reyndar lét ekki almennilega að sér kveða fyrr en hún var komin fram yfir miðjan aldur. Selma Kaldalóns (Cecilia María Kaldalóns) fæddist haustið 1919 á bænum Ármúla við Ísafjarðardjúp en þar var faðir hennar héraðlæknir.…