Cupid [1] (1997-98)

Hljómsveit að nafni Cupid starfaði í Mosfellsbænum á árunum 1997 og 98. Sveitin var meðal keppenda í Músíktilraunum vorið 1998 og voru meðlimir hennar þá Ólafur Haukur Flygenring gítarleikari, Egill Hübner söngvari og gítarleikari, Sigurbjörn Ragnarsson bassaleikari og Tumi Þór Jóhannesson trommuleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit.

Cupid [2] (2000)

Svo virðist sem harðkjarnasveit hafi starfað á Stöðvarfirði eða nágrenni sumarið 2000 undir nafninu Cupid. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, starfstíma hennar, hljóðfæra- og meðlimaskipan en sveitarliðar voru að öllum líkindum í yngri kantinum.