Dada [1] (1987-88)
Dada var ein þeirra hljómsveita sem spratt fram á sjónarsviðið með bylgju nýrómantískra strauma um og eftir miðjan níunda áratug síðustu aldar. Sveitin var skammlíf. Hljómsveitin var stofnuð vorið 1987 og var lengst af tríó, meðlimir Dada voru Ívar Sigurbergsson hljómborðs- og gítarleikari og Jón Þór Gíslason söngvari en þeir höfðu áður verið í hljómsveitinni…
