Dagur íslenskrar tónlistar 2024

Glatkistan óskar landsmönnum til hamingju með Dag íslenskrar tónlistar sem er í dag 1. desember. Deginum var reyndar þjófstartað í Tónlistarhúsinu Hörpu á föstudagsmorguninn þegar Samtónn og Íslensku tónlistarverðlaunin veittu nokkrar viðurkenningar fólki sem starfað hefur að íslensku tónlist, útbreiðslu hennar og uppgangi. Kolbrún Linda Ísleifsdóttir hlaut til að mynda Hvatningarverðlaun Dags íslenskrar tónlistar en…

Hljómsveit Reykjavíkur [3] (1993)

Haustið 1993 starfaði hljómsveit undir nafninu Hljómsveit Reykjavíkur, hún var sett sérstaklega saman til að leika á viðhafnardansleik í Perlunni í tilefni af Degi íslenskrar tónlistar en viðburðurinn var á vegum tónlistarráðs. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa hljómsveit, hverjir skipuðu hana, hver hljóðfæraskipan hennar var, hversu stór sveitin var eða hvort hún…

Glatkistan hlýtur heiðursverðlaun Dags íslenskrar tónlistar – Lítinn fugl

Dagur íslenskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur í dag, fullveldisdaginn 1. desember með margvíslegum hætti en í tónlistarhúsinu Hörpu hafa Samtónn og hagsmunasamtök í íslenskri tónlist staðið fyrir hátíðardagskrá undanfarin ár þar sem veittar eru viðurkenningar til þeirra sem þykja hafa lagt á vogarskálar íslenskrar tónlistar. Slík dagskrá fór fram í morgun þar sem slíkar viðurkenningar…

Tónlistarbandalag Íslands [félagsskapur] (1985-92)

Vorið 1985 voru stofnuð eins konar regnhlífarsamtök fyrir íslenska tónlist, þ.e. þau félaga- og hagsmunasamtök sem snúa að íslensku tónlistarlífi. Milli þrjátíu og þrjátíu og fimm félög og samtök í geiranum komu að stofnun samtakanna sem hlutu nafnið Tónlistarbandalag Íslands (TBÍ / T.B.Í.) og samtals voru meðlimir þeirra um ellefu þúsund talsins. Meðal stofn aðildafélaga…