Dalselsbræður (um 1930-45)

Dalselsbræður voru kenndir við bæinn Dalsel í Vestur-Eyjafjallahreppi í Rangárþingi, en þeir léku á skemmtunum einkum á heimaslóðum á sínum tíma. Dalselsbræður, eins og þeir voru kallaðir, voru bræðurnir Leifur (1907-78) og Valdimar (1914-90) Auðunssynir sem báðir léku á harmonikkur, reyndar lék þriðji bróðirinn stundum með þeim á trommur og systir þeirra einnig á harmonikku…