Hrím [2] [útgáfufyrirtæki] (1976-79)

Ingibergur Þorkelsson starfrækti um tíma útgáfufyrirtæki sem bar nafnið Hrím. Ingibergur hafði árið 1975 starfrækt útgáfu- og umboðsfyrirtækið Demant við þriðja mann en þegar það fyrirtæki hætti störfum stofnaði hann Hrím sumarið 1976. Hrím varð reyndar hvorki afkasta- eða umsvifamikið á markaðnum en gaf um haustið út plötuna Fram og aftur um blindgötuna með Megasi,…

Demant hf. [útgáfufyrirtæki / umboðsskrifstofa] (1975-76)

Útgáfufyrirtækið og umboðsskrifstofan Demant hf. starfaði um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Fyrirtækið varð ekki langlíft. Það voru þremenningarnir Jón Ólafsson (síðar athafnamaður, þarna aðeins átján ára gamall), Helgi Steingrímsson og Ingibergur Þorkelsson sem komu að stofnun Demants hf. í janúar 1975. Fyrirtækið lét fljótlega að sér kveða á útgáfusviðinu og innan fárra mánaða kom…