Hornafjarðargengið (1993)

Hljómsveit, væntanlega einhvers konar djasshljómsveit, kom fram á Djasshátíðinni á Egilsstöðum sumarið 1993 undir nafninu Hornafjarðargengið. Sveitin hefur augljóslega verið frá Höfn í Hornafirði og kom fram í dagskrá djasshátíðarinnar en einnig mun hún hafa leikið á dansleik sem haldin var að hátíðinni lokinni, og með henni sex söngvarar. Allar upplýsingar vantar hins vegar um…

Bláa blúsbandið (1988-91)

Bláa blúsbandið starfaði fyrir austan í nokkur ár, hugsanlega í tengslum við Jazzhátíð Egilsstaða sem fyrst var haldin árið 1988. Að öllum líkindum var skipan sveitarinnar mismunandi en svo virðist sem Stöðfirðingurinn Garðar Harðarson gítarleikari og söngvari hafi alla jafna verið í henni. Jón Kr. Þorsteinsson bassaleikari, Árni Ísleifs hljómborðsleikari og Ragnar Einarsson trommuleikari virðast…