Echo [1] (1959-60)

Hljómsveit Echo (einnig nefnd Echo kvintett) frá Hvolsvelli lék á skemmtunum í Rangárvallasýslu um og fyrir 1960. Sveitin var stofnuð upp úr annarri sveit, Blástökkum, og hafði hugsanlega að geyma píanóleikarann Rúdolf Stolzenwald og Aðalbjörn Kjartansson harmonikku- og saxófónleikara. Haraldur Sigurðsson (Halli) var upphaflega söngvari sveitarinnar en Jakob Ó. Jónsson tók við því hlutverki haustið…