Hljómsveitakeppnin í Atlavík [tónlistarviðburður] (1982-88)

Hljómsveitakeppnin í Atlavík um verslunarmannahelgi var lengi vel þekktasta keppni sinnar tegundar en nokkrar sveitir náðu töluverðum vinsældum eftir sigur í henni. E.t.v. mætti segja að gróskan sem var í íslenskri tónlist í kjölfar pönkbylgjunnar um 1980 hafi skilað sér í keppnina því ógrynni landsbyggðasveita spruttu fram á sjónarsviðið og vildu spreyta sig á keppnissviðinu…

Efri deild alþingis (1991)

Efri deild Alþingis er hljómsveit frá Egilsstöðum, starfandi 1991. Það ár átti sveitin lag á safnplötunni Húsið, meðlimir voru þá Sólný Pálsdóttir söngkona, Bjarni H. Kristjánsson gítarleikari, Gunnlaugur Kristinsson gítarleikari, Ingvar Jónsson hljómborðsleikari, Sigurður Jóhannes Jónsson trommuleikari og Sveinn Ari Guðjónsson bassaleikari. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Efri deild Alþingis.