Höfuðlausn [1] (1995-2007)

Djasspíanóleikarinn Egill B. Hreinsson starfrækti hljómsveitir, bæði tríó og kvartetta um langt árabil og er fjallað um tríó hans annars staðar á síðunni – hér eru hins vegar settir undir einn hatt kvartettar Egils en hann kom reglulega fram með slíka á árunum 1995 til 2007, fyrirferðamestur þeirra er kvartettinn Höfuðlausn. Elstu heimildir um kvartett…

Heiti potturinn [félagsskapur / tónlistarviðburður] (1987-91)

Heiti potturinn svokallaði var félagsskapur sem hélt utan um djasskvöld á Duus-húsi undir sama nafni en eitthvað á þriðja hundrað viðburða voru haldnir á því ríflega fjögurra ára tímabili sem félagsskapurinn starfaði. Það voru nokkrir tónlistarmenn og djassáhugamenn sem stofnuðu til Heita pottsins vorið 1987 en undirbúningur hafði þá staðið yfir um nokkurra mánaða skeið…

Finnsk-íslenski kvartettinn (1992)

Finnsk-íslenski kvartettinn var jasskvartett settur saman fyrir Rúrek-hátíðina vorið 1992 en þar lék sveitin á einum tónleikum að minnsta kosti. Kvartettinn var skipaður tveimur Íslendingum og tveimur Finnum en þeir voru Egill B. Hreinsson píanóleikari, Einar Valur Scheving trommuleikari, Pekka Sarmanto kontrabassaleikari og Jukka Perko sem lék á saxófóna.

Tríó Egils B. Hreinssonar (1986-95)

Egill B. Hreinsson píanóleikari starfrækti um áratug djasstríó í sínu nafni, tríóið kom fram á fjölmörgum stökum djasstónleikum en einnig á alþjóðlegum djasshátíðum hérlendis. Skipan tríós Egils var með nokkuð mismunandi hætti eins og títt er með djasstríó, upphaflega voru þeir Tómas R. Einarsson konatrabassaleikari og Guðmundur R. Einarsson trommuleikari með honum en síðar komu…