Anna og grafararnir (1982)

Nýbylgjupönksveitin Anna og grafararnir starfaði um skamma hríð vorið og sumarið 1982 en hún var í raun eins konar afsprengi hljómsveitarinnar Handan grafar sem hafði starfað haustið á undan (1981). Meðlimir Önnu og grafaranna voru þau Árni Daníel Júlíusson og Egill Lárusson (sem höfðu áður starfað saman í Taugadeildinni) sem léku á hljóðgervla og söngkonan…

Taugadeildin (1980-81 / 2004-)

Taugadeildin er ein þeirra sveita sem náði að senda frá sér plötu á pönk- og nýbylgjuskeiðinu um og eftir 1980, hún varð þó ekki langlíf fremur en margar sveitir þess tíma. Upphaflega var um dúett að ræða en þeir Árni Daníel Júlíuson bassaleikari og Óskar Þórisson söngvari byrjuðu að vinna tónlist saman með aðstoð trommuheila…