Herbert Guðmundsson (1953-)

Allir þekkja nafn tónlistarmannsins Herberts Guðmundssonar (Hebba) en honum hefur tekist upp á sitt einsdæmi að halda uppi nánast stöðugum vinsældum eins lags (Can‘t walk away) frá því um miðjan níunda áratug síðustu aldar, lagið er löngu orðið sígilt en hann alltaf jafn duglegur að koma fram í partíum og einkasamkvæmum fólks á öllum aldri…

Haraldur Þorsteinsson (1952-)

Það eru áreiðanlega engar ýkjur að nafn Haraldar Þorsteinssonar bassaleikara kemur einna oftast upp þegar skimað er eftir nöfnum hljóðfæraleikara á plötum en bassaleik hans er líklega að finna á þriðja hundrað platna sem komið hafa út hérlendis, auk þess er leitun að hljóðfæraleikara sem starfað hefur með svo mörgum þekktum hljómsveitum. Það er jafnframt…

Eik (1972-79 / 2000)

Hljómsveitin Eik er ein minnisstæðasta funkfusionsveit íslenskrar tónlistarsögu, fékk ævinlega frábæra dóma hvar sem hún spilaði en galt þess að starfa á tímabili svokallaðrar brennivínstónlistar og stuðs (eins og Dr. Gunni hefur skilgreint áttunda áratuginn), fyrir vikið átti sveitin sér lítinn en traustan aðdáendahóp sem mætti á tónleika til að hlusta en fór á mis…

Eik – Efni á plötum

Eik [ep] Útgefandi: Demantur Útgáfunúmer: D2 005 Ár: 1975 1. Mr. Sadness 2. Hotel Garbage can Flytjendur: Haraldur Þorsteinsson – bassi Berglind Bjarnadóttir – raddir Sigurður Sigurðsson – söngur Þorsteinn Magnússon – gítar Lárus H. Grímsson – flauta Ólafur Sigurðsson – trommur Helga Steinson – raddir Janis Carol – raddir Sigurður Long – saxófónn Eik – Speglun…

Eilab (1995)

Eilab var ekki eiginleg hljómsveit heldur aukasjálf Eiríks Rafns Magnússonar járnsmiðs, sem fékk liðsmenn hljómsveitarinnar Eikar (sem þá voru staddir í hljóðveri) til að leika tvö lög eftir sig sem síðan rötuðu inn á safnplötuna Sándkurl II árið 1995. Sjálfur söng hann undir í lögunum tveimur. Ekki liggur fyrir hvort meira hefur verið gefið út…