Kuml [1] (1995-98)

Pönksveitin Kuml starfaði um nokkurra ára skeið undir lok síðustu aldar, nokkur lög komu út með sveitinni á safnplötu nokkru eftir að hún hætti störfum. Kuml var stofnuð á fyrstu mánuðum ársins 1995 og kom líklega fram í fyrsta sinn þá um vorið opinberlega en spilaði töluvert mikið á tónleikum næstu þrjú árin og var…

Haugur og heilsubrestur (1999-2000)

Haugur og heilsubrestur var tríó (líklega upphaflega dúett) sem kom að öllum líkindum aldrei fram opinberlega en sendi frá sér efni í kringum aldamót, óljóst er þó hins vegar hvenær nákvæmlega sveitin starfaði. Í heimild er tónlist sveitarinnar skilgreind sem diskópönk og var hún líklega að mestu samin af Bjarna Þórðarsyni (Bjarna móhíkana), aðrir meðlimir…

Gröm (1993-95)

Hljómsveitin Gröm var meðal keppenda í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1994 en sveitin komst þó ekki í úrslit keppninnar, hún hafði verið stofnuð árið á undan. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Grímur Hákonarson söngvari og bassaleikari, Finnur Pálmi Magnússon trommuleikari Einar Friðjónsson gítarleikari og Hafdís Bjarnadóttir gítarleikari. Gröm starfaði áfram eftir Músíktilraunir, spilaði heilmikið á tónleikum á…