Söngfélag Einars Guðjohnsen (1874)

Söngfélag var starfandi í Reykjavík árið 1874 en það var stofnað um haustið og starfaði líklega um veturinn undir stjórn Einars Guðjohnsen, og keppti þá um athyglina við Söngfélagið Hörpu sem þá var einnig starfandi en það var fyrsti kórinn sem eitthvað hvað að á Íslandi, svo virðist sem söngfélag Einars hafi að lokum farið…

Karlakórinn Skjálfandi (1923-27)

Karlakórinn Skjálfandi hélt uppi sönglífi Húsvíkinga um fjögurra ára skeið á árunum 1923-27. Afar litlar heimildir finnast um þennan kór, ein þeirra segir að Einar Guðjohnsen verslunarmaður á Húsavík hafi verið stjórnandi hans en önnur heimild segir Stefán Guðjohnsen hafa gegnt þeim starfa. Allar frekari upplýsingar varðandi Karlakórinn Skjálfanda væru vel þegnar.