Hljómsveit Gísla Brynjólfssonar (1956-58)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Hljómsveit Gísla Brynjólfssonar, og hugsanlegt er að einhver ruglingur í heimildum sé við hljómsveit nafna hans Gísla Bryngeirssonar en báðar störfuðu sveitirnar í Vestmannaeyjum, hljómsveit Gísla Bryngeirssonar þó aðeins fyrr. Fyrir liggur að hljómsveit Gísla var starfandi árið 1956 og 58 en óvíst er hvort það hafi verið…

Tacton sextett (1963-64)

Tacton sextettinn starfaði í Vestmannaeyjum um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð í byrjun árs 1963 og var Guðni Guðmundsson fyrsti hljómsveitarstjóri hennar en síðan urðu allmiklar mannabreytingar í henni áður en hún gerðist húshljómsveit í Samkomuhúsinu í Vestmanaeyjum. Meðlimir hennar þá voru þau Hannes Bjarnason gítarleikari (og hljómsveitarstjóri), Einar Guðnason trommuleikari, Gunnar…

Rondó (1981-82)

Rondó var hljómsveit sem starfaði í Vestmannaeyjum snemma á níunda áratug liðinnar aldar. Svo virðist sem hún sé fjarskyld öðrum Rondó hljómsveitum tengdum Eyjunum en meðlimir hennar voru Einar Guðnason trommuleikari, Ólafur Jónsson saxófónleikari [?], Björn Bergsson gítarleikari og söngvari, Sigurður Óskarsson orgelleikari og Huginn Sveinbjarnarson [?], sá síðastnefndi hafði leikið á klarinettu með Rondó…