Sorofrenia (1999)

Pönksveitin Sorofrenia var skammlíf sveit sem kom fram á tónlistarhátíðinni Pönkið ´99 á Grandrokk vorið 1999. Reyndar hét sveitin réttu nafni Kakófónía Súríalía en meðlimur sveitarinnar mundi ekki nafnið í viðtali við blaðamann í tengslum við hátíðina og Sorofrenia varð niðurstaðan. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Bragi Guðlaugsson bassaleikari, Edvin Dunaway trommuleikari og Einar Valur Bjarnason…

Þrreyttirr þarrmarr (um 1995-2000)

Pönksveit sem bar heitið Þrreyttirr þarrmarr starfaði líklega um eða eftir miðjan tíunda áratug síðustu aldar, jafnvel nær aldamótunum. Litlar sem engar heimildir er að finna um sveitina en Einar Valur Bjarnason Maack gæti hafa verið gítarleikari í henni. Allar upplýsingar þ.a.l. má senda Glatkistunni.