Fahrenheit (1984)

Hljómsveitin Fahrenheit starfaði á höfuðborgarsvæðinu árið 1994 og líklega lengur en hún spilaði það árið nokkuð á Gauki á Stöng en var einnig önnur aðalhljómsveitin á Bindindismótinu í Galtalæk um verslunarmannahelgina þá um sumarið. Meðlimir Fahrenheit voru þeir Ómar Guðmundsson trommuleikari, Elfar Aðalsteinsson söngvari, Óttar Guðnason gítarleikari, Karl Olgeirsson hljómborðsleikari og Róbert Þórhallsson bassaleikari.

Undir tunglinu (1991-94)

Undir tunglinu var danshljómsveit, starfandi í Grindavík í nokkur ár en sveitin gerði nokkuð út á ballmarkaðinn og kom frá sér einu útgefnu lagi. Undir tunglinu var stofnuð á fyrri hluta ársins 1991, ekki liggur fyrir hverjir stofnfélagar sveitarinnar voru en 1992 voru meðlimir hennar Almar Þór Sveinsson bassaleikari, Guðmundur Jónsson trommuleikari, Helgi Fr. Georgsson…