Afmælisbörn 7. desember 2018

Tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú í þetta skipti en þau eru öll látin: Í dag hefði Jórunn Viðar tónskáld átt aldarafmæli en hún lést í fyrra. Jórunn nam tónsmíðar í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Austurríki á sínum tíma og samdi fjöldann allan af þekktum lögum s.s. Það á að gefa börnum brauð, Kall sat undir kletti…

Elín Matthíasdóttir (1883-1918)

Elín Matthíasdóttir söngkona (f. 1883) var dóttir Matthíasar Jochumssonar skálds og systir Herdísar Matthíasdóttur sem einnig þótti góð söngkona. Elín fór til söngnáms í Kaupmannahöfn fyrir styrk danska konungsins og kom heim til Íslands líklega 1905. Hún söng oft opinberlega og þótti afar næm á túlkun þeirra ljóða sem hún söng en einnig var hún…