Dos pilas (1992-96)

Grunge hljómsveitin Dos Pilas var stofnuð haustið 1992 í Reykjavík af þeim Ingimundi Ellert Þorkelssyni bassaleikara, Sigurði Gíslasyni gítarleikara (Bleeding Volcano), Davíð Þór Hlinasyni gítarleikara og söngvara (Sérsveitin o.fl.), Heiðari Kristinssyni trommuleikara (Sérsveitin, No time o.fl.) og Jóni Símonarsyni söngvara (Bootlegs, Nabblastrengir o.fl.). Sveitin varð fljótlega áberandi í spilamennsku og eftir að lög með henni…