H.G. kvartett [3] (2016 / 2022)

Haukur Gröndal saxófónleikari hefur starfrækt djasshljómsveit sem bæði hefur gengið undir nafninu H.G. kvartett og H.G. sextett og hefur það farið eftir fjölda meðlima hverju sinni. Í kvartett-útgáfunni hafa þeir Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari, Þorgrímur Jónsson kontrabassaleikari og Erik Qvick trommuleikari skipað sveitina ásamt Hauki en ekki liggur fyrir hverjir hafa verið í sextetts-útgáfu hennar. Sveit…

Hljóð í skrokkinn (2004)

Djasssveitin Hljóð í skrokkinn starfaði um tíma árið 2004. Meðlimir sveitarinnar voru Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Ómar Guðjónsson gítarleikari, Erik Quick trommuleikari og Ólafur Stolzenwald bassaleikari. Líklega varð samstarf þeirra ekki lengra en sem nam fáum mánuðum.