Hljóð í skrokkinn (2004)

Djasssveitin Hljóð í skrokkinn starfaði um tíma árið 2004. Meðlimir sveitarinnar voru Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Ómar Guðjónsson gítarleikari, Erik Quick trommuleikari og Ólafur Stolzenwald bassaleikari. Líklega varð samstarf þeirra ekki lengra en sem nam fáum mánuðum.