Fjörunginn [tónlistarviðburður] (1996-97)

Hljómsveitakeppnin Fjörunginn var haldin tvívegis af Félagi íslenskra hljómlistarmanna (FÍH), árin 1996 og 97, keppnin átti að vera sambærileg Músíktilraunum en með eldri þátttakendum. Hljómsveitirnar áttu að flytja þrjú frumsamin lög og að auki sína útgáfu af laginu Lóa litla á Brú (flutt af Hauki Morthens 1958). Í fyrra skiptið var Fjörunginn haldinn á skemmtistaðnum…

Tónamál [tímarit] (1970-98)

Tímaritið Tónamál kom út um árabil, reyndar óreglulega en alls komu út nítján tölublöð af blaðinu frá árinu 1970, síðasta tölublaðið kom að öllum líkindum út 1998. Það var Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) sem stóð fyrir útgáfu tímaritsins en nafn þess (Tónamál) mun hafa komið frá Ólafi Gauki Þórhallssyni. Framan af (til ársins 1975) var…