Smaladrengirnir (1996-2006)

Smaladrengirnir var sönghópur/hljómsveit sem vakti nokkra athygli í kringum síðustu aldamót, þeir félagar sungu rakarakvartetta af ýmsu tagi, þóttu skemmtilegir á sviði og sendu einnig frá sér eina plötu með blönduðu efni. Smaladrengirnir voru stofnaðir síðla árs 1996 og voru stofnmeðlimir þeir Bragi Þór Valsson söngvari og klarinettuleikari (Rokklingarnir o.fl.), Óskar Þór Þráinsson söngvari, Viktor…